Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 22:41 Skjáskot af myndbandi sem sýnir afleiðingar loftárásar Ísraels á Rafah. Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira