Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2024 07:09 Kosningabaráttan er hafin og Sunak verið á ferð og flugi að hitta kjósendur. Með honum í för er eigikona hans, Akshata Murty, en faðir hennar er meðal ríkustu manna heims. AP/Chris Ratcliffe Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira