Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. maí 2024 21:25 Strákarnir ferðbúnir í morgunsárið. Aðsend Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“ Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“
Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51