Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Ólafur Björn Sverrisson, Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. maí 2024 23:00 Íbúar í Bolungarvík sem fréttastofa hefur rætt við bíða þess að lögregla sendi frá sér tilkynningu um hvað gekk á í einbýlishúsi í bænum í dag. vísir/arnar Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira