Kjósum Baldur fyrir unga fólkið Brynja Kristín Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2024 08:46 Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun