Ellefu eftirtektarverð eldhús Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2024 20:01 við verjum miklum hluta ævi okkar í eldhúsinu. Máltækið segir að leiðin að hjartanu er í gegnum magann. Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. Hér að neðan má sjá ellefu eftirtektarverð eldhús sem prýða falleg íslensk heimili. Hlýlegir og mildir tónar Á fimmtu og efstu hæð við Haukahlíð í Valshlíði má finna glæsilega 281 fermetra íbúð. Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og samliggjandi rými sem býður upp á sannkallaða partýstemningu. Eldhúsið er opið og bjart með fallegri og hlýlegri viðarinnréttingu sem nær upp í loft og ljósum stein á borðum. Fyrir miðju er glæsileg eyja sem hægt er að setjast við og skilur rýmin að. Í lofti í eldhúsinu er viðarpanell með innfeldri viftu og lýsingu sem gefur rýminu sjarmerandi dýpt. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Retró fílíngur Við Laufásveg í Reykjavík er einstök 212 fermetra sérhæð sem færir mann aftur í tímann með retró stíl. Húsið sem var byggt árið 1969 var endurnýjað að miklu leiti árið 2017 með tilliti til byggingarstíl hússins. Í eldhúsinu eru fallegir mynstraðir glergluggar sem poppa rýmið upp á sjarmerandi máta til móts við hvíta eldhúsinnréttingu og klassíska hönnunarmuni.l Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Rýmið sem sameinar stórfjölskylduna Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna 274 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stærðarinnar eldhúsi sem er fullkomið fyrir stórar fjölskyldur. Innréttingin er á tvo vegu með langri eyju fyrir miðju. Innréttingin er ljósgrá með fallegum stein á borðum. Eldhúsið er hlýlegt og opið með glugga á marga vegu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Svart og elegent Í þessu flotta eldhúsi við Dalbraut má sjá elegant svarta innréttingu yfir vegginn og hvítan Terrazzo marmara á borðum. Andstæðurnar virðast rugla aðeins í rýmisgreindinni. Grænar plöntur, lýsing og gólfefni gefur rýminu hlýlega ásýnd. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Einfalt er best Einfaldleikinn er oft bestur. Við Blásali í Kópavogi er fagurt og stílhreint eldhús með rúmgóðri hvítri innréttingu á þrjá vegu. Á veggnum fyrir ofan eldhúsvaskinn er VERA-hillan frá Former sem setur punktinn yfir i-ið í rýminu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun New York loft- stíll Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkum við og marmara prýða sérdeilis glæsilegt eldhús við Hverfisgötu í Reykjavík. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt endurhannaði eignina á vandaðan máta árið 2016 í svokölluðum New York-loftstíl. Eldhúsið, sem er opið við stofu, gefur heildarmynd alrýmisins sjarmerandi yfirbragð þar sem marmaraklædd eldhúseyja er í aðalhlutverki. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Ferskir straumar og borðkrókur Bláir veggir og vegleg sérsmíðuð viðarinnrétting prýðir eldhúsið í fallegri sérhæð við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Notalegur borðkrókur er innst í rýminu sem var einkennandi fyrir eldhúsrýmin á fyrri hluta síðustu aldar. Á þeim tíma fór borðhaldið að mestu fram í eldhúsinu en fært fram í borðstofu við stærri tilefni. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Litríkt og sjarmerandi Við Skekktuvog í Reykjavík er búið að setja klassíska hvíta innréttingu í litríkan og sjarmerandi búning. Innanstokksmunir í öllum regnbogans litum prýða rýmið svo karakter húsráðenda fær að skína í gegn. Flower pot-ljós í fölbleikum lit hanga fyrir ofan eyjuna sem tóna skemmtilega við bláa litinn á veggnum. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Fágað og tímalaust Stílhreint, fágað og tímalaust eldhús prýðir glæsilegt einbýlishús við Rjúpnahæð í Garðabæ. Rýmið er vel nýtt þar sem eldhúsið er opið á báða enda með innbyggðum tækjaskáp við vegg. Innréttingin er úr svartbæsaðri eik með dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er massíf marmaraklædd eldhúseyja sem gefur rýminu fágað yfirbragð. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Vel nýtt rými í Reykjanesbæ Í fallegu einbýlishúsi frá árinu 1928 við Túngötu í Reykjanesbæ er nýlegt eldhús með hvítri innréttingu á tvo vegu og rúmgóðri eyju. Rýmið er vel nýtt þar sem skáparnir á öðrum veggnum ná upp í loft og því með miklu geymslurými. Klassískar Subway-flísar prýða vegginn á móti sem setja skemmtilegt og hrátt yfirbragð á heildarmyndina. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Hlýlegur og afslappaður stíll Í fallegu eldhúsi við Gnoðarvog í Reykjavík má sjá dökkar framhliðar úr eik hannaðar af HAF STUDIO til móts við opnar vegghillur. Rýmið er umvafið afslöppuðum stíl í bland við smá töffaraskap þar sem gráir kalkmálaðir veggir, steyptar borðplötur og viður eru í aðalhlutverki. Nánar hér. Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Tíska og hönnun Matur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Hér að neðan má sjá ellefu eftirtektarverð eldhús sem prýða falleg íslensk heimili. Hlýlegir og mildir tónar Á fimmtu og efstu hæð við Haukahlíð í Valshlíði má finna glæsilega 281 fermetra íbúð. Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og samliggjandi rými sem býður upp á sannkallaða partýstemningu. Eldhúsið er opið og bjart með fallegri og hlýlegri viðarinnréttingu sem nær upp í loft og ljósum stein á borðum. Fyrir miðju er glæsileg eyja sem hægt er að setjast við og skilur rýmin að. Í lofti í eldhúsinu er viðarpanell með innfeldri viftu og lýsingu sem gefur rýminu sjarmerandi dýpt. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Retró fílíngur Við Laufásveg í Reykjavík er einstök 212 fermetra sérhæð sem færir mann aftur í tímann með retró stíl. Húsið sem var byggt árið 1969 var endurnýjað að miklu leiti árið 2017 með tilliti til byggingarstíl hússins. Í eldhúsinu eru fallegir mynstraðir glergluggar sem poppa rýmið upp á sjarmerandi máta til móts við hvíta eldhúsinnréttingu og klassíska hönnunarmuni.l Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Rýmið sem sameinar stórfjölskylduna Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna 274 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stærðarinnar eldhúsi sem er fullkomið fyrir stórar fjölskyldur. Innréttingin er á tvo vegu með langri eyju fyrir miðju. Innréttingin er ljósgrá með fallegum stein á borðum. Eldhúsið er hlýlegt og opið með glugga á marga vegu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Svart og elegent Í þessu flotta eldhúsi við Dalbraut má sjá elegant svarta innréttingu yfir vegginn og hvítan Terrazzo marmara á borðum. Andstæðurnar virðast rugla aðeins í rýmisgreindinni. Grænar plöntur, lýsing og gólfefni gefur rýminu hlýlega ásýnd. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Einfalt er best Einfaldleikinn er oft bestur. Við Blásali í Kópavogi er fagurt og stílhreint eldhús með rúmgóðri hvítri innréttingu á þrjá vegu. Á veggnum fyrir ofan eldhúsvaskinn er VERA-hillan frá Former sem setur punktinn yfir i-ið í rýminu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun New York loft- stíll Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkum við og marmara prýða sérdeilis glæsilegt eldhús við Hverfisgötu í Reykjavík. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt endurhannaði eignina á vandaðan máta árið 2016 í svokölluðum New York-loftstíl. Eldhúsið, sem er opið við stofu, gefur heildarmynd alrýmisins sjarmerandi yfirbragð þar sem marmaraklædd eldhúseyja er í aðalhlutverki. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Ferskir straumar og borðkrókur Bláir veggir og vegleg sérsmíðuð viðarinnrétting prýðir eldhúsið í fallegri sérhæð við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Notalegur borðkrókur er innst í rýminu sem var einkennandi fyrir eldhúsrýmin á fyrri hluta síðustu aldar. Á þeim tíma fór borðhaldið að mestu fram í eldhúsinu en fært fram í borðstofu við stærri tilefni. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Litríkt og sjarmerandi Við Skekktuvog í Reykjavík er búið að setja klassíska hvíta innréttingu í litríkan og sjarmerandi búning. Innanstokksmunir í öllum regnbogans litum prýða rýmið svo karakter húsráðenda fær að skína í gegn. Flower pot-ljós í fölbleikum lit hanga fyrir ofan eyjuna sem tóna skemmtilega við bláa litinn á veggnum. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Fágað og tímalaust Stílhreint, fágað og tímalaust eldhús prýðir glæsilegt einbýlishús við Rjúpnahæð í Garðabæ. Rýmið er vel nýtt þar sem eldhúsið er opið á báða enda með innbyggðum tækjaskáp við vegg. Innréttingin er úr svartbæsaðri eik með dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er massíf marmaraklædd eldhúseyja sem gefur rýminu fágað yfirbragð. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Vel nýtt rými í Reykjanesbæ Í fallegu einbýlishúsi frá árinu 1928 við Túngötu í Reykjanesbæ er nýlegt eldhús með hvítri innréttingu á tvo vegu og rúmgóðri eyju. Rýmið er vel nýtt þar sem skáparnir á öðrum veggnum ná upp í loft og því með miklu geymslurými. Klassískar Subway-flísar prýða vegginn á móti sem setja skemmtilegt og hrátt yfirbragð á heildarmyndina. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Hlýlegur og afslappaður stíll Í fallegu eldhúsi við Gnoðarvog í Reykjavík má sjá dökkar framhliðar úr eik hannaðar af HAF STUDIO til móts við opnar vegghillur. Rýmið er umvafið afslöppuðum stíl í bland við smá töffaraskap þar sem gráir kalkmálaðir veggir, steyptar borðplötur og viður eru í aðalhlutverki. Nánar hér. Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Tíska og hönnun Matur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira