„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 11:10 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00