Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum Lúðvík Júlíusson skrifar 28. maí 2024 13:46 Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum. Stjórnvöld hafa enga skilgreiningu á hugtökum eins og “fjölskylda”, “foreldri”, “barnafjölskylda” eða “stjúpforeldri.” Það er hvergi hægt að fá upplýsingar hjá stjórnvöldum hvað þessi orð þýða og hvaða fólk og börn tilheyra þessum hópum. Það leiðir til þess að börn eru jaðarsett, njóta ekki sjálfsagðra réttinda, fá ekki stuðning og búa í fátækt. Barnafátækt Stjórnvöld hafa enga áætlun eða markmið um hvernig eigi að draga úr barnafátækt. Heimsmarkmið 1 skuldbindur aðildarríki til þess að útrýma barnafátækt fyrir árið 2030. Samt gera stjórnvöld sama og ekkert. Staða barna hefur ekki verið kortlögð, engar rannsóknir hafa verið gerðar sem hægt er að nota til þess að ná þessu markmiði og ekkert samtal hefur átt sér stað þar sem lausnir eru ræddar. Forsætisráðuneytið lét þó gera eina greiningu sem sýnir svart á hvítu að barnabætur einar og fjárhagslegur stuðningur, eins og hann hefur verið hingað til, nægir ekki til þess að vinna á barnafátækt. Ekkert hefur gerst frá því skýrslan var gerð, ekkert stöðumat gert og engir valkostir greindir. Skýrsla UNICEF sýnir að barnafátækt eykst á Íslandi . Börn sem þurfa á meiri stuðningi að halda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV, áður GEF) komst að þeirri niðurstöðu að lög um stuðning við börn næðu hvorki til allra barna né foreldra þeirra, þrátt fyrir ákvæði í barnasáttmála um bann við mismunun. Stjórnvöld hafa ekki gert neitt til að bæta stöðu þessara barna. Árið 2022 skilaði starfshópur skýrslu um heildarendurskoðun á stuðningi við fatlað fólk og benti á að hópur barna væri jaðarsettur. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum ábendingum. Engin áform eru um að koma þessum jaðarsettu börnum til aðstoðar eða veita þeim sömu réttindi og önnur börn njóta. Farsældarlögin Yfirlýst markmið farsældarlaganna var að setja börn í fyrsta sætið. Þetta birtist á mörgum stöðum á opinberum vefsíðum. Þetta er hins vegar ekki rétt. Markmið farsældarlaganna, samkvæmt stjórnvöldum, var fyrst og fremst að tengja saman ólíkar stofnanir og láta þær ræða betur saman. Börn fengu engin ný réttindi. Ég sendi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Barna- og fjölskyldustofu og Reykjavíkurborgar um réttindi barna. Svarið þeirra var að ekki öll börn og foreldrar þeirra geta sótt um samþættingu þjónustu. Þau geta hvorki fengið stuðning né sótt um þjónustu, jafnvel ef börnin þurfa á henni að halda. Engin áform eru um að lagfæra þetta. „Einhvern tímann i framtíðinni“ segja ráðuneytin. Jaðarsett börn eru enn jaðarsett og fá ekki hlutdeild í farsældinni. Skipt búseta Skipt búseta snýst ekki um börn heldur fyrst og fremst um meðlag og barnabætur. Ekkert jafnréttismat var gert og engin alvöru greining var gerð á áhrifum frumvarpsins á stöðu barna. Það er þó öllum ljóst að skipt búseta er fyrst og fremst ætluð foreldrum sem hafa háar tekjur og eiga börn sem þurfa ekki á stuðningi að halda. Það kemur skýrt fram í frumvarpinu: “Í þeim tilvikum þegar foreldrar semja um skipta búsetu barns munu bætur t.d. til einstæðrar móður lækka í kjölfarið þar sem mæður eru í dag oftast lögheimilisforeldri” Einnig var gert ráð fyrir því að heildarútgjöld barnamóta myndi lækka. Heildarstuðningur til barna myndi þar af leiðandi minnka. Lögin kváðu á um að skipaðir yrðu 3 starfshópar til að fara yfir réttindi barna og foreldra þeirra. Þessir starfshópar hafa ekki verið skipaðir og þeir hafa ekki skilað niðurstöðu. Þessari vinnu átti að ljúka 1. október 2021. Núna eru liðin tæp 3 ár og ekkert gerist. Börn sem voru jaðarsett eru enn jaðarsett, skipt búseta breytir engu þar um. Leik- og grunnskóli Barna- og menntamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að sérstakur stuðningur sem veittur er í leik- og grunnskólum sé ekki ætlaður öllum börnum og foreldrum þeirra. Í sömu deild eða bekk gætu verið börn sem þyrftu á sambærilegum stuðningi að halda. Á meðan annað barnið fær fullan og ótakmarkaðan stuðning þá gæti bekkjarbróðir eða systir setið eftir með lítinn og takmarkaðan stuðning. Þetta finnst stjórnvöldum vera í lagi þrátt fyrir yfirlýsingar um innleiðingu barnasáttmála, farsæld og svo framvegis. Jaðarsett börn í leik- og grunnskólum eru enn jafn jaðarsett og áður. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að jafna stöðu barna og koma þeim til hjálpar. Stafræn stjórnsýsla Stafræn stjórnsýsla ætti að auðvelda fólki lífið en hún gerir hið gagnstæða. Stafræn stjórnsýsla er hönnuð með þeim hætti að ef stjórnvöldum finnst barn ekki eiga rétt á aðstoð eða stuðningi að þá opnar hún ekki fyrir umsóknir á netinu. Það er því ekki hægt að sækja um stuðning, skrá barn á námskeið og svo framvegis. Þetta snýr að börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu. Í stað þess að nota tækifærið og auka þátttöku barna í samfélaginu þá er hún notuð til að hólfa börn niður, skipta þeim í hópa og jaðarsetja þau viðkvæmustu. Stjórnvöld hafa enga stefnu um innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu eða lausna þegar kemur að börnum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður Alþingis “Er ekki hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis?” spyr fólk eðlilega. Jú, en hann skoðar hvort stjórnsýslan fari eftir lögum. Ef það er heimilt í lögum að neita börnum og foreldrum um stuðning þá hefur Umboðsmaður Alþingis ekki gert athugasemd við það. Breyta þarf lögum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður barna “Hvað með Umboðsmann barna, hann hlýtur að koma börnum til hjálpar” spyr fólk næst. Því miður þá hlustar Umboðsmaður barna ekki á börn sem geta ekki tjáð sig, þekkja ekki jaðarsetningu sína eða ef ekki nógu mörg börn kvarta. Umboðsmaður barna lætur yfirleitt bara heyra í sér ef mörg börn leita til hans og ef þau hafa sterka rödd. Þessi gagnrýni hefur heyrst frá fötluðum börnum sem hafa ekki háværa rödd og eru ekki með sterkt bakland. Jaðarsett börn halda því áfram að vera jaðarsett. Engin stefna í málefnum barna- og fjölskyldna Það er ljóst, eftir þessa stuttu samantekt, að stjórnvöld eru algjörlega stefnulaus í málefnum barna. Þau ætla ekki að beita sér gegn barnafátækt með markvissum hætti, þau líta fram hjá því að börn njóta ekki jafnra tækifæra til þroska, bjóða ekki öllum börnum hlutdeild í farsældinni, gera börn ósýnileg í stafrænni stjórnsýslu og breyta ekki lögum svo þessi börn geti verið virk og fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í málefnum barna og fjölskyldna ríkir fullkomin óstjórn. Enginn leiðtogi hefur stýrt forsætisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Enginn hefur tekið forystu, sýnt frumkvæði, sameinað krafta og leyst flókin viðfangsefni. Frá því ég fór að benda stjórnvöldum á galla í lögum, í framkvæmd laganna og jaðarsetningu barna árið 2018 þá hefur ekkert gerst. Stjórnvöld eru aðgerðarlaus. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Svar stjórnvalda er einfaldlega það að virði þeirra er misjafnt, arðsemi mismunandi og kostnaður við jaðarsett börn mestur . Fjárfesting í börnum sem skilar litlu er óspennandi, óáhugaverð og ekki líkleg til að vinna kosningar. Forsætisráðherrar síðustu ára, þ.á.m. Katrín Jakobsdóttir, hafa horft á börn sitja eftir, verða útundan og lifa í fátækt án þess að gera nokkuð fyrir þau. Þeim virðist vera alveg sama um jaðarsett börn. Það er löngu kominn tími á breytingar. Hvíla þetta gamla áhugalausa fólk og fá nýtt fólk til forystu. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum. Stjórnvöld hafa enga skilgreiningu á hugtökum eins og “fjölskylda”, “foreldri”, “barnafjölskylda” eða “stjúpforeldri.” Það er hvergi hægt að fá upplýsingar hjá stjórnvöldum hvað þessi orð þýða og hvaða fólk og börn tilheyra þessum hópum. Það leiðir til þess að börn eru jaðarsett, njóta ekki sjálfsagðra réttinda, fá ekki stuðning og búa í fátækt. Barnafátækt Stjórnvöld hafa enga áætlun eða markmið um hvernig eigi að draga úr barnafátækt. Heimsmarkmið 1 skuldbindur aðildarríki til þess að útrýma barnafátækt fyrir árið 2030. Samt gera stjórnvöld sama og ekkert. Staða barna hefur ekki verið kortlögð, engar rannsóknir hafa verið gerðar sem hægt er að nota til þess að ná þessu markmiði og ekkert samtal hefur átt sér stað þar sem lausnir eru ræddar. Forsætisráðuneytið lét þó gera eina greiningu sem sýnir svart á hvítu að barnabætur einar og fjárhagslegur stuðningur, eins og hann hefur verið hingað til, nægir ekki til þess að vinna á barnafátækt. Ekkert hefur gerst frá því skýrslan var gerð, ekkert stöðumat gert og engir valkostir greindir. Skýrsla UNICEF sýnir að barnafátækt eykst á Íslandi . Börn sem þurfa á meiri stuðningi að halda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV, áður GEF) komst að þeirri niðurstöðu að lög um stuðning við börn næðu hvorki til allra barna né foreldra þeirra, þrátt fyrir ákvæði í barnasáttmála um bann við mismunun. Stjórnvöld hafa ekki gert neitt til að bæta stöðu þessara barna. Árið 2022 skilaði starfshópur skýrslu um heildarendurskoðun á stuðningi við fatlað fólk og benti á að hópur barna væri jaðarsettur. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum ábendingum. Engin áform eru um að koma þessum jaðarsettu börnum til aðstoðar eða veita þeim sömu réttindi og önnur börn njóta. Farsældarlögin Yfirlýst markmið farsældarlaganna var að setja börn í fyrsta sætið. Þetta birtist á mörgum stöðum á opinberum vefsíðum. Þetta er hins vegar ekki rétt. Markmið farsældarlaganna, samkvæmt stjórnvöldum, var fyrst og fremst að tengja saman ólíkar stofnanir og láta þær ræða betur saman. Börn fengu engin ný réttindi. Ég sendi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Barna- og fjölskyldustofu og Reykjavíkurborgar um réttindi barna. Svarið þeirra var að ekki öll börn og foreldrar þeirra geta sótt um samþættingu þjónustu. Þau geta hvorki fengið stuðning né sótt um þjónustu, jafnvel ef börnin þurfa á henni að halda. Engin áform eru um að lagfæra þetta. „Einhvern tímann i framtíðinni“ segja ráðuneytin. Jaðarsett börn eru enn jaðarsett og fá ekki hlutdeild í farsældinni. Skipt búseta Skipt búseta snýst ekki um börn heldur fyrst og fremst um meðlag og barnabætur. Ekkert jafnréttismat var gert og engin alvöru greining var gerð á áhrifum frumvarpsins á stöðu barna. Það er þó öllum ljóst að skipt búseta er fyrst og fremst ætluð foreldrum sem hafa háar tekjur og eiga börn sem þurfa ekki á stuðningi að halda. Það kemur skýrt fram í frumvarpinu: “Í þeim tilvikum þegar foreldrar semja um skipta búsetu barns munu bætur t.d. til einstæðrar móður lækka í kjölfarið þar sem mæður eru í dag oftast lögheimilisforeldri” Einnig var gert ráð fyrir því að heildarútgjöld barnamóta myndi lækka. Heildarstuðningur til barna myndi þar af leiðandi minnka. Lögin kváðu á um að skipaðir yrðu 3 starfshópar til að fara yfir réttindi barna og foreldra þeirra. Þessir starfshópar hafa ekki verið skipaðir og þeir hafa ekki skilað niðurstöðu. Þessari vinnu átti að ljúka 1. október 2021. Núna eru liðin tæp 3 ár og ekkert gerist. Börn sem voru jaðarsett eru enn jaðarsett, skipt búseta breytir engu þar um. Leik- og grunnskóli Barna- og menntamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að sérstakur stuðningur sem veittur er í leik- og grunnskólum sé ekki ætlaður öllum börnum og foreldrum þeirra. Í sömu deild eða bekk gætu verið börn sem þyrftu á sambærilegum stuðningi að halda. Á meðan annað barnið fær fullan og ótakmarkaðan stuðning þá gæti bekkjarbróðir eða systir setið eftir með lítinn og takmarkaðan stuðning. Þetta finnst stjórnvöldum vera í lagi þrátt fyrir yfirlýsingar um innleiðingu barnasáttmála, farsæld og svo framvegis. Jaðarsett börn í leik- og grunnskólum eru enn jafn jaðarsett og áður. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að jafna stöðu barna og koma þeim til hjálpar. Stafræn stjórnsýsla Stafræn stjórnsýsla ætti að auðvelda fólki lífið en hún gerir hið gagnstæða. Stafræn stjórnsýsla er hönnuð með þeim hætti að ef stjórnvöldum finnst barn ekki eiga rétt á aðstoð eða stuðningi að þá opnar hún ekki fyrir umsóknir á netinu. Það er því ekki hægt að sækja um stuðning, skrá barn á námskeið og svo framvegis. Þetta snýr að börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu. Í stað þess að nota tækifærið og auka þátttöku barna í samfélaginu þá er hún notuð til að hólfa börn niður, skipta þeim í hópa og jaðarsetja þau viðkvæmustu. Stjórnvöld hafa enga stefnu um innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu eða lausna þegar kemur að börnum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður Alþingis “Er ekki hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis?” spyr fólk eðlilega. Jú, en hann skoðar hvort stjórnsýslan fari eftir lögum. Ef það er heimilt í lögum að neita börnum og foreldrum um stuðning þá hefur Umboðsmaður Alþingis ekki gert athugasemd við það. Breyta þarf lögum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður barna “Hvað með Umboðsmann barna, hann hlýtur að koma börnum til hjálpar” spyr fólk næst. Því miður þá hlustar Umboðsmaður barna ekki á börn sem geta ekki tjáð sig, þekkja ekki jaðarsetningu sína eða ef ekki nógu mörg börn kvarta. Umboðsmaður barna lætur yfirleitt bara heyra í sér ef mörg börn leita til hans og ef þau hafa sterka rödd. Þessi gagnrýni hefur heyrst frá fötluðum börnum sem hafa ekki háværa rödd og eru ekki með sterkt bakland. Jaðarsett börn halda því áfram að vera jaðarsett. Engin stefna í málefnum barna- og fjölskyldna Það er ljóst, eftir þessa stuttu samantekt, að stjórnvöld eru algjörlega stefnulaus í málefnum barna. Þau ætla ekki að beita sér gegn barnafátækt með markvissum hætti, þau líta fram hjá því að börn njóta ekki jafnra tækifæra til þroska, bjóða ekki öllum börnum hlutdeild í farsældinni, gera börn ósýnileg í stafrænni stjórnsýslu og breyta ekki lögum svo þessi börn geti verið virk og fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í málefnum barna og fjölskyldna ríkir fullkomin óstjórn. Enginn leiðtogi hefur stýrt forsætisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Enginn hefur tekið forystu, sýnt frumkvæði, sameinað krafta og leyst flókin viðfangsefni. Frá því ég fór að benda stjórnvöldum á galla í lögum, í framkvæmd laganna og jaðarsetningu barna árið 2018 þá hefur ekkert gerst. Stjórnvöld eru aðgerðarlaus. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Svar stjórnvalda er einfaldlega það að virði þeirra er misjafnt, arðsemi mismunandi og kostnaður við jaðarsett börn mestur . Fjárfesting í börnum sem skilar litlu er óspennandi, óáhugaverð og ekki líkleg til að vinna kosningar. Forsætisráðherrar síðustu ára, þ.á.m. Katrín Jakobsdóttir, hafa horft á börn sitja eftir, verða útundan og lifa í fátækt án þess að gera nokkuð fyrir þau. Þeim virðist vera alveg sama um jaðarsett börn. Það er löngu kominn tími á breytingar. Hvíla þetta gamla áhugalausa fólk og fá nýtt fólk til forystu. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun