Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 21:51 Formaður MÍr segir hóp fólks hafi ekki átt rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að. Vísir/Vilhelm Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til. Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is. Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.
Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01
Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda