Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu Ragnar Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:01 Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun