Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 12:00 Belgíski dómarinn Wesli De Cremer hefur hér farið í skjáinn. Getty/Isosport/ Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar. „Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
„Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR
Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira