„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær. Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag. Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag.
Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira