Setuverkfall í utanríkisráðuneytinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 11:00 Á milli tuttugu og þrjátíu manns hafa komið sér fyrir í andyrri ráðuneytisins. Aðsend Setuverkfall stendur yfir í utanríkisráðuneytinu þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins. Yfirskrift mótmælanna er aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar þjóðarmorð á Gaza. Mótmælandi segir stefnuna að trufla störf yfirvalda þar til þau bregðist við. Tuttugu til þrjátíu manns hafa safnast saman í andyrri ráðuneytisins. Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur sem er á staðnum. Hún segir hópinn ekki sætta sig við að daglegt líf gangi sinn vanagang hér á landi á meðan þjóðarmorð sé framið á Gaza. Hópurinn hefur farið fram á að ræða við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, eða næstráðanda hennar ef hún er ekki á staðnum, en ekki hefur verið brugðist við þeirri beiðni og Salvör segir ekki mikil afskipti verið höfð af þeim. Salvör segir mótmælin muni standa yfir eins lengi og þörf sé á. „Okkar markmið er að láta þau grípa til aðgerða,“ segir Salvör. Okkar stefna er að skipuleggja truflun á eðlilegum störfum yfirvalda þar til þau bregðast við. Tími aðgerðarleysis er liðinn. Mikil læti eru í húsinu þar sem mótmælendur berja á trommur auk þess að syngja og hrópa. Salvör segir þó allt fara friðsamlega fram. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá hópnum: Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína! Nánar verður rætt við mótmælendur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns hafa safnast saman í andyrri ráðuneytisins. Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur sem er á staðnum. Hún segir hópinn ekki sætta sig við að daglegt líf gangi sinn vanagang hér á landi á meðan þjóðarmorð sé framið á Gaza. Hópurinn hefur farið fram á að ræða við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, eða næstráðanda hennar ef hún er ekki á staðnum, en ekki hefur verið brugðist við þeirri beiðni og Salvör segir ekki mikil afskipti verið höfð af þeim. Salvör segir mótmælin muni standa yfir eins lengi og þörf sé á. „Okkar markmið er að láta þau grípa til aðgerða,“ segir Salvör. Okkar stefna er að skipuleggja truflun á eðlilegum störfum yfirvalda þar til þau bregðast við. Tími aðgerðarleysis er liðinn. Mikil læti eru í húsinu þar sem mótmælendur berja á trommur auk þess að syngja og hrópa. Salvör segir þó allt fara friðsamlega fram. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá hópnum: Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína! Nánar verður rætt við mótmælendur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla eftir ríkisstjórnarfund á morgun.
Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör. Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi? Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær. Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir. Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að: Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn. Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði. Lifi frjáls Palestína!
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira