Bessastaðir eru ekki fyrir byrjendur Þorbergur Þórsson skrifar 31. maí 2024 10:00 Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tók gildi þann 17. júní 1944 þegar seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var þá æðsti embættismaður landsins, en hann var kjörinn ríkisstjóri í konungs stað á Alþingi þann 17. júní 1941, rúmu ári eftir að Þjóðverjar lögðu Danmörku undir sig. Í seinni heimsstyrjöldinni reyndi mikið á þjóðhöfðingjana á Norðurlöndum og má í því sambandi minnast Hákonar VII Noregskonungs og baráttu hans og andspyrnuhreyfingar Noregs gegn nasistum. Um þátt Hákonar konungs í þeirri baráttu hafa nýlega verið gerðar áhrifaríkar bíómyndir. Embætti forseta Íslands var mótað á sama hátt og embætti konunganna á Norðurlöndum, enda var stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem kom frá Danmörku uppistaðan í lýðveldisstjórnarskránni. Í 5. grein stjórnarskrárinnar var kveðið á um að forsetaefni skuli „hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000.“ Þetta ákvæði er enn óbreytt. Við stofnun lýðveldisins voru íbúar í landinu tæplega 126 þúsund talsins. Þeir teljast nú ríflega 380 þúsund eftir nýlega endurtalningu á vegum Hagstofunnar. Væri miðað við sama hlutfall og þá þyrfti að krefjast meðmæla um það bil 4600 til 9200 kosningabærra manna vegna forsetaframboðs. Þá má geta þess að nú á dögum er auðveldara að afla meðmæla en áður fyrr. Sagt er að það hafi liðið innan við klukkustund frá því að undirskriftasöfnun vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur hófst þangað til fullnægjandi fjöldi meðmælenda hafði skrifað undir listann. Áður fyrr kostaði heilmikla fyrirhöfn að afla undirskrifta og þurfti að afla þeirra frá hverjum og einum meðmælanda skriflega og á blaði. Fjöldi meðmælenda segir því ekki alla söguna. Það er margfalt léttara nú en áður að afla nauðsynlegra meðmæla með forsetaframboði og þess sér stað í þeim mikla fjölda frambjóðenda sem við höfum nú úr að velja. Margir virðast halda að forsetinn hafi aðallega það hlutverk að klippa á borða og halda hátíðarræður. Því þurfi forsetinn einkum að vera áheyrilegur ræðumaður og hafa fallegt útlit. En það sjónarmið stenst enga skoðun. Til hvers að leggja svona mikið í embættið, ef forsetakosningar eru fyrst og fremst einskonar fegurðarsamkeppni? Í fegurðarsamkeppnum skiptir útlitið máli, að fólk klæðist fallega, komi vel fyrir og taki sig vel út á sviði. En í forsetakosningum verður að gera meiri kröfur en þær, að frambjóðandinn komi vel fyrir í nokkrum sjónvarpsþáttum og verði sér ekki til skammar. Ef stjórnarskráin er lesin er augljóst að forsetaembættið er ekki þess eðlis að besta leiðin til að velja einstakling í embættið sé að halda keppni á borð við fegurðarsamkeppni né að hægt sé að velja embættismanninn í stuttu atvinnuviðtali, eins og stundum er gert þegar ráðið er í sumarstörf fyrir byrjendur. Eins og áður sagði mótast lýsingin á hlutverki forsetans af starfslýsingu konungsins yfir Íslandi, til dæmis starfslýsingu Kristjáns tíunda eða Christians hins Tíunda, af Guðs náð konungs Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertoga í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg eins og embættistitillinn hljóðar í stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920. Þó að í orði kveðnu hafi forseti Íslands mikil völd samkvæmt stjórnarskránni, hefur forsetinn í reynd ekki nema stundum gegnt verulegu hlutverki við stjórn landsins. Nefna má að Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri og ekki enn farinn að kallast forseti, skipaði utanþingsstjórn um miðjan desember 1942. Sú stjórn varð fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins því að hún var við völd fram til loka októbermánuðar 1944. Til þessa hefur engin önnur utanþingsstjórn verið skipuð, þrátt fyrir að stundum sé upplausn í landinu. Skemmst er að minnast upplausnar í þjóðlífinu í kjölfar hrunsins, og talsverðrar upplausnar í stjórnmálalífinu hér á árunum 2013 – 2017, þegar þrír forsætisráðherrar voru við völd í röð. Á þessum tíma skipti embætti forsetans eins og oft áður miklu máli, og má til dæmis nefna að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði forsætisráðherra um þingrof árið 2016 (þó að viðkomandi fyrrum forsætisráðherra muni að vísu ekki kannast við það), en það olli því að forsætisráðherrann hrökklaðist frá völdum og samflokksmaður hans tók við embættinu í nokkra mánuði. Það er forsetans að tryggja að í landinu sitji ríkisstjórn sem stýrir starfsemi og framkvæmdum á vegum ríkisins. Það er á hinn bóginn hlutverk Alþingis að setja lögin. Þetta gerir Alþingi ekki eitt og sér, heldur hefur forsetinn úrslitaorðið. Forsetinn ýmist staðfestir lögin með undirritun sinni eða synjar lögunum staðfestingar, en synjun hefur blessunarlega verið afar sjaldgæf. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur synjað lögum staðfestingar. Vegna þess hve mikilvægustu ákvarðanir forsetans eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina, eru haldnar kosningar á landsvísu um það, hver eigi að gegna embættinu og það gjarna kallað „æðsta embætti þjóðarinnar“. Eins og allir vita, er þetta eina embættið sem kosið er til á þennan hátt. Þegar forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar lýkur þann 1. ágúst næstkomandi og einstaklingurinn sem þjóðin kýs nú á laugardaginn tekur við, hafa fyrri forsetar lýðveldisins setið í embætti að meðaltali í rúmlega þrettán og hálft ár (embættistími Sveins Björnssonar er hér reiknaður frá því hann hóf feril sinn sem ríkisstjóri 17. júní 1941) og þeir Guðni og Sveinn Björnsson hafa þá haft stystan embættistíma. Því má allt eins búast við að næsti forseti muni sitja á Bessastöðum í 12 ár eða meira. Það er gott að geta lært af reynslunni, en líka mikilvægt að forsetinn sé hæfur til að gegna starfi sínu frá fyrsta degi. Engin leið er að vita fyrirfram hvenær og hvernig muni reyna á hann í embætti. Til þessa hafa valist þrír stjórnmálamenn til embættisins og þrír einstaklingar sem ekki gátu talist til stjórnmálamanna þegar þeir tóku við embættinu. En þessir þrír sem voru stjórnmálamenn áður en þeir tóku við forsetaembættinu hafa reyndar gegnt embættinu í lengri tíma samtals en hinir þrír. Telja verður að stjórnmálamennirnir hafi verið betur undirbúnir undir starfið en hinir og má til dæmis fræðast um það efni í ágætri bók Guðna Th. Jóhannessonar, Fyrstu forsetarnir, sem kom út skömmu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu haustið 2016 og fjallar um feril fyrstu fjögurra forsetanna. Til að þjóðin geti sem best valið forseta, þarf úrval góðra frambjóðenda sem þjóðin þekkir vel að bjóða sig fram. Þetta eru ef til vill veigamestu rökin fyrir því að krefjast margra meðmælenda með frambjóðendum, því að slík krafa tryggir að í framboð fari einstaklingar sem hafa hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njóta trausts. Hér er að vísu sá vandi að í fámennu landi eins og okkar eru á hverjum tíma ekki margir þaulreyndir hæfileikamenn í þjóðlífinu sem hafa sýnt fram á hæfni sína og reynslu þannig að þjóðin finni sig knúna til að kalla þá til þjónustu í forsetaembættinu. Aldrei hafa fleiri lýst áhuga á að bjóða sig fram til forseta en nú og aldrei verið fleiri í framboði. Sumir þeirra hafa litla reynslu eða menntun á þeim sviðum sem á reynir í embættinu, sumir meiri reynslu og menntun. Sumir þeirra eru auk þess lítið þekktir einstaklingar og þjóðin þekkir því ekki nema afar takmarkað kosti þeirra og hugsanlega galla. Þar með hafa þeir sjaldan eða aldrei staðið undir augliti þjóðarinnar og tekið ákvarðanir á úrslitastundum og þjóðin getur því ekki metið hvort þeir hafi staðið sig vel eða illa við slíkar aðstæður. Þetta á við um langflesta frambjóðendurna. Augljóst er að eftir því sem kjósendur þekkja frambjóðendur betur er um minni óvissuferð að ræða. Einn frambjóðandi skarar fram úr í þessum hópi og hefur langmesta reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem ætla má að reyni á í embættinu. Þetta er auðvitað Katrín Jakobsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra (2009 – 2013) og forsætisráðherra (2017 – 2024). Þjóðin hefur fylgst með henni og hvernig hún hefur af mikilli samviskusemi rækt skyldur sínar við land og þjóð á miklum erfiðleikatímum – og að margra mati staðið sig mjög vel. Með því að benda á þá óbrotnu staðreynd að hún er langhæfasti frambjóðandinn er ekkert hallað á annað ágætisfólk sem nú býður sig fram til að gegna þessu æðsta embætti landsins í þágu þjóðarinnar. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tók gildi þann 17. júní 1944 þegar seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var þá æðsti embættismaður landsins, en hann var kjörinn ríkisstjóri í konungs stað á Alþingi þann 17. júní 1941, rúmu ári eftir að Þjóðverjar lögðu Danmörku undir sig. Í seinni heimsstyrjöldinni reyndi mikið á þjóðhöfðingjana á Norðurlöndum og má í því sambandi minnast Hákonar VII Noregskonungs og baráttu hans og andspyrnuhreyfingar Noregs gegn nasistum. Um þátt Hákonar konungs í þeirri baráttu hafa nýlega verið gerðar áhrifaríkar bíómyndir. Embætti forseta Íslands var mótað á sama hátt og embætti konunganna á Norðurlöndum, enda var stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem kom frá Danmörku uppistaðan í lýðveldisstjórnarskránni. Í 5. grein stjórnarskrárinnar var kveðið á um að forsetaefni skuli „hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000.“ Þetta ákvæði er enn óbreytt. Við stofnun lýðveldisins voru íbúar í landinu tæplega 126 þúsund talsins. Þeir teljast nú ríflega 380 þúsund eftir nýlega endurtalningu á vegum Hagstofunnar. Væri miðað við sama hlutfall og þá þyrfti að krefjast meðmæla um það bil 4600 til 9200 kosningabærra manna vegna forsetaframboðs. Þá má geta þess að nú á dögum er auðveldara að afla meðmæla en áður fyrr. Sagt er að það hafi liðið innan við klukkustund frá því að undirskriftasöfnun vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur hófst þangað til fullnægjandi fjöldi meðmælenda hafði skrifað undir listann. Áður fyrr kostaði heilmikla fyrirhöfn að afla undirskrifta og þurfti að afla þeirra frá hverjum og einum meðmælanda skriflega og á blaði. Fjöldi meðmælenda segir því ekki alla söguna. Það er margfalt léttara nú en áður að afla nauðsynlegra meðmæla með forsetaframboði og þess sér stað í þeim mikla fjölda frambjóðenda sem við höfum nú úr að velja. Margir virðast halda að forsetinn hafi aðallega það hlutverk að klippa á borða og halda hátíðarræður. Því þurfi forsetinn einkum að vera áheyrilegur ræðumaður og hafa fallegt útlit. En það sjónarmið stenst enga skoðun. Til hvers að leggja svona mikið í embættið, ef forsetakosningar eru fyrst og fremst einskonar fegurðarsamkeppni? Í fegurðarsamkeppnum skiptir útlitið máli, að fólk klæðist fallega, komi vel fyrir og taki sig vel út á sviði. En í forsetakosningum verður að gera meiri kröfur en þær, að frambjóðandinn komi vel fyrir í nokkrum sjónvarpsþáttum og verði sér ekki til skammar. Ef stjórnarskráin er lesin er augljóst að forsetaembættið er ekki þess eðlis að besta leiðin til að velja einstakling í embættið sé að halda keppni á borð við fegurðarsamkeppni né að hægt sé að velja embættismanninn í stuttu atvinnuviðtali, eins og stundum er gert þegar ráðið er í sumarstörf fyrir byrjendur. Eins og áður sagði mótast lýsingin á hlutverki forsetans af starfslýsingu konungsins yfir Íslandi, til dæmis starfslýsingu Kristjáns tíunda eða Christians hins Tíunda, af Guðs náð konungs Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertoga í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg eins og embættistitillinn hljóðar í stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920. Þó að í orði kveðnu hafi forseti Íslands mikil völd samkvæmt stjórnarskránni, hefur forsetinn í reynd ekki nema stundum gegnt verulegu hlutverki við stjórn landsins. Nefna má að Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri og ekki enn farinn að kallast forseti, skipaði utanþingsstjórn um miðjan desember 1942. Sú stjórn varð fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins því að hún var við völd fram til loka októbermánuðar 1944. Til þessa hefur engin önnur utanþingsstjórn verið skipuð, þrátt fyrir að stundum sé upplausn í landinu. Skemmst er að minnast upplausnar í þjóðlífinu í kjölfar hrunsins, og talsverðrar upplausnar í stjórnmálalífinu hér á árunum 2013 – 2017, þegar þrír forsætisráðherrar voru við völd í röð. Á þessum tíma skipti embætti forsetans eins og oft áður miklu máli, og má til dæmis nefna að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði forsætisráðherra um þingrof árið 2016 (þó að viðkomandi fyrrum forsætisráðherra muni að vísu ekki kannast við það), en það olli því að forsætisráðherrann hrökklaðist frá völdum og samflokksmaður hans tók við embættinu í nokkra mánuði. Það er forsetans að tryggja að í landinu sitji ríkisstjórn sem stýrir starfsemi og framkvæmdum á vegum ríkisins. Það er á hinn bóginn hlutverk Alþingis að setja lögin. Þetta gerir Alþingi ekki eitt og sér, heldur hefur forsetinn úrslitaorðið. Forsetinn ýmist staðfestir lögin með undirritun sinni eða synjar lögunum staðfestingar, en synjun hefur blessunarlega verið afar sjaldgæf. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur synjað lögum staðfestingar. Vegna þess hve mikilvægustu ákvarðanir forsetans eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina, eru haldnar kosningar á landsvísu um það, hver eigi að gegna embættinu og það gjarna kallað „æðsta embætti þjóðarinnar“. Eins og allir vita, er þetta eina embættið sem kosið er til á þennan hátt. Þegar forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar lýkur þann 1. ágúst næstkomandi og einstaklingurinn sem þjóðin kýs nú á laugardaginn tekur við, hafa fyrri forsetar lýðveldisins setið í embætti að meðaltali í rúmlega þrettán og hálft ár (embættistími Sveins Björnssonar er hér reiknaður frá því hann hóf feril sinn sem ríkisstjóri 17. júní 1941) og þeir Guðni og Sveinn Björnsson hafa þá haft stystan embættistíma. Því má allt eins búast við að næsti forseti muni sitja á Bessastöðum í 12 ár eða meira. Það er gott að geta lært af reynslunni, en líka mikilvægt að forsetinn sé hæfur til að gegna starfi sínu frá fyrsta degi. Engin leið er að vita fyrirfram hvenær og hvernig muni reyna á hann í embætti. Til þessa hafa valist þrír stjórnmálamenn til embættisins og þrír einstaklingar sem ekki gátu talist til stjórnmálamanna þegar þeir tóku við embættinu. En þessir þrír sem voru stjórnmálamenn áður en þeir tóku við forsetaembættinu hafa reyndar gegnt embættinu í lengri tíma samtals en hinir þrír. Telja verður að stjórnmálamennirnir hafi verið betur undirbúnir undir starfið en hinir og má til dæmis fræðast um það efni í ágætri bók Guðna Th. Jóhannessonar, Fyrstu forsetarnir, sem kom út skömmu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu haustið 2016 og fjallar um feril fyrstu fjögurra forsetanna. Til að þjóðin geti sem best valið forseta, þarf úrval góðra frambjóðenda sem þjóðin þekkir vel að bjóða sig fram. Þetta eru ef til vill veigamestu rökin fyrir því að krefjast margra meðmælenda með frambjóðendum, því að slík krafa tryggir að í framboð fari einstaklingar sem hafa hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njóta trausts. Hér er að vísu sá vandi að í fámennu landi eins og okkar eru á hverjum tíma ekki margir þaulreyndir hæfileikamenn í þjóðlífinu sem hafa sýnt fram á hæfni sína og reynslu þannig að þjóðin finni sig knúna til að kalla þá til þjónustu í forsetaembættinu. Aldrei hafa fleiri lýst áhuga á að bjóða sig fram til forseta en nú og aldrei verið fleiri í framboði. Sumir þeirra hafa litla reynslu eða menntun á þeim sviðum sem á reynir í embættinu, sumir meiri reynslu og menntun. Sumir þeirra eru auk þess lítið þekktir einstaklingar og þjóðin þekkir því ekki nema afar takmarkað kosti þeirra og hugsanlega galla. Þar með hafa þeir sjaldan eða aldrei staðið undir augliti þjóðarinnar og tekið ákvarðanir á úrslitastundum og þjóðin getur því ekki metið hvort þeir hafi staðið sig vel eða illa við slíkar aðstæður. Þetta á við um langflesta frambjóðendurna. Augljóst er að eftir því sem kjósendur þekkja frambjóðendur betur er um minni óvissuferð að ræða. Einn frambjóðandi skarar fram úr í þessum hópi og hefur langmesta reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem ætla má að reyni á í embættinu. Þetta er auðvitað Katrín Jakobsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra (2009 – 2013) og forsætisráðherra (2017 – 2024). Þjóðin hefur fylgst með henni og hvernig hún hefur af mikilli samviskusemi rækt skyldur sínar við land og þjóð á miklum erfiðleikatímum – og að margra mati staðið sig mjög vel. Með því að benda á þá óbrotnu staðreynd að hún er langhæfasti frambjóðandinn er ekkert hallað á annað ágætisfólk sem nú býður sig fram til að gegna þessu æðsta embætti landsins í þágu þjóðarinnar. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun