Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2024 10:15 Jón Gnarr sagði hvatningu um að draga sig úr kapphlaupinu ekki svara verða. Vísir/Vilhelm „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira