Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 11:21 Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42