„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:57 Ingvar Örn segir leiðinlegt að vinur hans hafi ekki getað kosið. Þar hafi eitt atkvæði farið í súginn. Vísir Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira