Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2024 22:30 Brynjar Björn er ekki lengur þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira