Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Eiríkur Ingi Jóhannsson segist ætla að þræða kosningavökur annarra frambjóðenda í nótt. Stöð 2 Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06