Telur fylgið hafa farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:51 Halla Hrund og Kristján Freyr ásamt Hildi Kristínu dóttur þeirra í Hörpu í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Ég er nú bara komin í mína allra fyrstu kosningabaráttu og kom kannski inn svolítið ný á sviðið. Þannig að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06