Ekki séð fleiri Íslendinga á EM í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:31 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ein af mörgum íslenskum kösturum sem fara á EM í ár. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Átta Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Róm á Ítalíu og hefst á föstudaginn kemur. Þetta er stærsti keppnishópur Íslands á EM í 66 ár eða síðan á mótinu í Stokkhólmi árið 1958 þegar voru einnig átta Íslendingar meðal keppenda. Það þarf að fara aftur á EM 1946 sem haldið var í Osló í Noregi til að finna fleiri íslenska keppendur á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en þá fóru níu sem er met. Átta Íslendingar kepptu á EM í Brussel árið 1950. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur þetta saman og slær því upp að ný gullöld sé runnin upp. Í hópnum eru sjö kastarar og einn langstökkvari. Þrír Íslendingar munu keppa í sleggjukasti og tveir í spjótkasti. Aðeins þrjátíu keppendur fengu keppnisrétt í þessum greinum og því mikið afrek að komast á þann lista. Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast Þetta er fyrsta stórmót í fullorðinsflokki hjá Daníel, Dagbjarti, Elísabetu og Guðrúnu. Sindri keppti á EM árið 2018 í Berlín en Guðni, Hilmar og Erna eru komin með meiri stórmótareynslu og kepptu öll á EM í München árið 2022 en þar komust Guðni og Hilmar í úrslit. Hilmar Örn Jónsson komst í úrslit á EM í München 2022.Getty/Patrick Smith Þjálfarar hópsins eru Guðmundur Pétur Guðmundsson, Hermann Þór Haraldsson, Ethan Tussing og Einar Vilhjálmsson. Í fararstjórn og fagteymi eru Guðmundur Karlsson, Íris Berg Bryde og Alexander Pétur Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit Frjálsíþróttasambands yfir íslensku keppendurna á EM í ár. Frjálsíþróttasamband Íslands Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Þetta er stærsti keppnishópur Íslands á EM í 66 ár eða síðan á mótinu í Stokkhólmi árið 1958 þegar voru einnig átta Íslendingar meðal keppenda. Það þarf að fara aftur á EM 1946 sem haldið var í Osló í Noregi til að finna fleiri íslenska keppendur á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en þá fóru níu sem er met. Átta Íslendingar kepptu á EM í Brussel árið 1950. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur þetta saman og slær því upp að ný gullöld sé runnin upp. Í hópnum eru sjö kastarar og einn langstökkvari. Þrír Íslendingar munu keppa í sleggjukasti og tveir í spjótkasti. Aðeins þrjátíu keppendur fengu keppnisrétt í þessum greinum og því mikið afrek að komast á þann lista. Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast Þetta er fyrsta stórmót í fullorðinsflokki hjá Daníel, Dagbjarti, Elísabetu og Guðrúnu. Sindri keppti á EM árið 2018 í Berlín en Guðni, Hilmar og Erna eru komin með meiri stórmótareynslu og kepptu öll á EM í München árið 2022 en þar komust Guðni og Hilmar í úrslit. Hilmar Örn Jónsson komst í úrslit á EM í München 2022.Getty/Patrick Smith Þjálfarar hópsins eru Guðmundur Pétur Guðmundsson, Hermann Þór Haraldsson, Ethan Tussing og Einar Vilhjálmsson. Í fararstjórn og fagteymi eru Guðmundur Karlsson, Íris Berg Bryde og Alexander Pétur Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit Frjálsíþróttasambands yfir íslensku keppendurna á EM í ár. Frjálsíþróttasamband Íslands Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM.
Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast
Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira