Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:31 Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar í Erling Haaland hjá Manchester City. Getty/Giuseppe Maffia Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Sjá meira
Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport