„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Árni Jóhannsson skrifar 2. júní 2024 22:10 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Pawel Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“ Besta deild karla HK Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“
Besta deild karla HK Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira