Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 11:31 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira