Alpine framlengir ekki við Ocon eftir áreksturinn í Mónakó Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2024 11:24 Ocon fór illa að ráði sínu í Mónakó og klessti á liðsfélaga sinn. Hann neyddist til að hætta keppni í kjölfarið vegna skemmda á bílnum. Clive Rose/Getty Images Kappaksturslið Alpine í Formúlu 1 hefur ákveðið að framlengja ekki samning ökuþórsins Esteban Ocon sem varð valdur að harkalegum árekstri í Mónakó síðustu helgi. Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti