Ása Ninna Pétursdóttir heimsótti hin stórskemmtilegu Hulda og Hinna í nýjasta þætti Sveitarómantíkur. Þau reka fyrirtækið Hestvit á búgarðinum ásamt syni sínum og tengdadóttir.
Í þáttunum er fylgst með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum.
Í fjórða þætti berst ýmislegt í tal, meðal annars þriðja vaktin, á laufléttum nótum. Hinni segist aldrei hafa heyrt um hana og segist ekki nógu duglegur á heimilinu. Það segir Hulda að séu ýkjur í hennar manni.