Dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa verið ólöglegur allan sinn landsliðsferil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Gott gengi á Afríkumótinu fék FIFA til að endurskoða hvort framherjinn væri yfir höfuð löglegur með landsliði „sínu.“ Visionhaus/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfesti að Emilio Nsue, fyrirliði Miðbaugs-Gíneu, hafi aldrei verið löglegur með liðinu á 11 ára landsliðsferli sínum. Nsue vann til að mynda markahæsti leikmaður Afríkukeppninnar sem fram fór fyrr á þessu ári. Hinn 34 ára gamli Emilio Nsue López hefur komið víða við á sínum ferli en lék lengi vel með Mallarco á Spáni. Þaðan fór hann meðal annars til Middlesbrough og Birmingham City á Englandi áður en hann fór til Kýpur og svo í neðri deildirnar á Spáni þar sem hann er í dag. Á sínum yngri árum spilaði Nsue með yngri landsliðum Spánar þar sem hann var iðinn við kolann. Alls spilaði hann 51 leik fyrir U-16 til U-21 árs landsliðin og skoraði 20 mörk. Árið 2013 spilaði hann svo sinn fyrsta A-landsleik en sá var fyrir Miðbaugs-Gíneu. Síðan þá hefur hann spilað 43 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk. Í desember sama ár sagði FIFA að Nsue væri ekki löglegur með liði Miðbaugs-Gíneu þar sem hann hefði spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landslið Spánar. Hann hélt engu að síðar áfram að spila með landsliðinu. FIFA has ruled that Equatorial Guinea captain Emilio Nsue was never eligible to represent the African nation throughout his 11-year international career.Nsue won the Golden Boot as top goalscorer at the Africa Cup of Nations earlier this year with five goals in four… pic.twitter.com/g9oUH2h1Pu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 3, 2024 Í mars á þessu ári ákvað FIFA að opna málið á ný. Var Miðbaugs-Gíneu og Nsue gefinn sex daga frestur til að útskýra mál sitt en engar útskýringar bárust. Í gær, mánudag, birti FIFA 15 blaðsíðna úrskurð þar sem Miðbaugs-Gíneu hefur verið dæmdur 3-0 ósigur í leikjum gegn Namibíu og Líberíu í undankeppni HM 2026. Leikir sem unnust 1-0 þökk sé mörkum Nsue. Þá hefur FIFA dæmd Nsue í landsleikjabann næstu sex mánuðina sem og FeGuiFut, knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu, var sektað um 150 þúsund svissneskra franka eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna. Alls hefur Nsue skorað 22 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Miðbaugs-Gíneu. Fótbolti FIFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Emilio Nsue López hefur komið víða við á sínum ferli en lék lengi vel með Mallarco á Spáni. Þaðan fór hann meðal annars til Middlesbrough og Birmingham City á Englandi áður en hann fór til Kýpur og svo í neðri deildirnar á Spáni þar sem hann er í dag. Á sínum yngri árum spilaði Nsue með yngri landsliðum Spánar þar sem hann var iðinn við kolann. Alls spilaði hann 51 leik fyrir U-16 til U-21 árs landsliðin og skoraði 20 mörk. Árið 2013 spilaði hann svo sinn fyrsta A-landsleik en sá var fyrir Miðbaugs-Gíneu. Síðan þá hefur hann spilað 43 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk. Í desember sama ár sagði FIFA að Nsue væri ekki löglegur með liði Miðbaugs-Gíneu þar sem hann hefði spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landslið Spánar. Hann hélt engu að síðar áfram að spila með landsliðinu. FIFA has ruled that Equatorial Guinea captain Emilio Nsue was never eligible to represent the African nation throughout his 11-year international career.Nsue won the Golden Boot as top goalscorer at the Africa Cup of Nations earlier this year with five goals in four… pic.twitter.com/g9oUH2h1Pu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 3, 2024 Í mars á þessu ári ákvað FIFA að opna málið á ný. Var Miðbaugs-Gíneu og Nsue gefinn sex daga frestur til að útskýra mál sitt en engar útskýringar bárust. Í gær, mánudag, birti FIFA 15 blaðsíðna úrskurð þar sem Miðbaugs-Gíneu hefur verið dæmdur 3-0 ósigur í leikjum gegn Namibíu og Líberíu í undankeppni HM 2026. Leikir sem unnust 1-0 þökk sé mörkum Nsue. Þá hefur FIFA dæmd Nsue í landsleikjabann næstu sex mánuðina sem og FeGuiFut, knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu, var sektað um 150 þúsund svissneskra franka eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna. Alls hefur Nsue skorað 22 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Miðbaugs-Gíneu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira