Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur sömuleiðis eftir Bryndísi að hún geri ráð fyrir því að frumvarpið rati úr nefnd í vikunni.
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegan ágreining eftir að fundi í allsherjar- og menntamálanefnd var frestað í gær en Bryndís segir að það megi rekja til ágreinings um Menntasjóð, ekki útlendingafrumvarpið.
Boðað hefur verðið til fundar í nefndinni í dag.