Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 19:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31
„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent