Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:35 Bíllinn valt niður hlíðina og lenti í fjöruborðinu Haukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“