Vísir fjallaði fyrst um mál hins 24 ára gamla Kipruto á síðasta ári en þá var hlauparinn dæmdur í bann þar sem það virtist næsta öruggt að hann hefði svindlað. Niðurstöðunni þá var áfrýjað en nú hefur AIU staðfest dóminn.
World 10km record-holder Rhonex Kipruto has been banned for six years for irregularities in his athlete passport, due to doping.
— AW (@AthleticsWeekly) June 5, 2024
The Athletics Integrity Unit state that Kipruto "was involved in a deliberate and sophisticated doping regime over a period of time to artificially… pic.twitter.com/x9sIcgIX1k
Ásamt því að vera dæmdur í bann þangað til í maí árið 2029 þá hefur heimsmetið sem Kipruto setti í 10 kílómetra hlaupi árið 2020 í Valencia á Spáni verið fellt úr gildi. Sama á við um bronsverðlaunin sem hann nældi í fyrir sömu vegalengd á HM í frjálsum íþróttum árið 2019.
Í frétt BBC um málið er fjallað um líffræðilegt vegabréf íþróttafólks eða svokallað ABP. Þar sé hægt að sjá hvort misræmi sé í blóðsýnum og regluleg misræmi bendi til svindls. Er það niðurstaða AIU í máli Kipruto.
„Það kemur ekkert annað til greina sem getur útskýrt mismun blóðsýnanna,“ segir í yfirlýsingu AIU. Málinu er þó ef til vill ekki endanlega lokið en Kipruto getur áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS.