Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar.
Áætlað flugtak er klukkan 13:50, eða 7:50 á staðartíma. Beina útsendingu má sjá hér að neðan.
Watch Starship's fourth flight test https://t.co/SjpjscHoUB
— SpaceX (@SpaceX) June 4, 2024
Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni.
Meira er hægt að lesa um Starship-kerfið hér að neðan.