Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1 Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 17:30 Breytingar á reglugerð bílasmiða mun taka gildi keppnistímabilið 2026. x / @fia Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira