Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 19:19 Forseti Seðlabankans í Evrópu, Christina Lagarde, fór yfir ákvörðunina á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma. Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma.
Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira