„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 22:17 Gareth Southgate hefur án efa látið sína menn heyra það eftir leik. Eddie Keogh/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. „Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
„Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira