„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira