Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi.
Mbl.is hefur eftir Frímanni Baldurssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að fimm hafi verið í bílnum þegar hann valt af Suðurlandsvegi mitt á milli Skaftártunguvegar og Kirkjubæjarklausturs. Tveir þeirra verði fluttir með þyrlunni.