Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2024 21:00 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís. Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís.
Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira