Verstappen sigraði í Kanada Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 22:00 Max Verstappen fagnar sigrinum í Kanada. Mark Thompson/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen tryggði sér sigur í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 er hann kom fyrstur í mark í kvöld. Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti