Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 10. júní 2024 15:30 Marta er ný talskona sjúklinga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira