Reiss er þekktastur fyrir að hafa stýrt og stjórnað Simpsons teiknimyndaþáttunum. Hann vann sem handritshöfundur við þættina þegar þeir byrjuðu en varð síðar framleiðandi þeirra.
Happy Pride Month from Reykjavik! pic.twitter.com/Zgx5hbuZpG
— Mike Reiss (@MikeReissWriter) June 10, 2024
Reiss virðist hafa ferðast nokkuð vítt um landið og gerir grín að veðrinu á Twitter-reikningi sínum.
It was 80 degrees in Sweden so I figured it would be the same in Iceland.
— Mike Reiss (@MikeReissWriter) June 6, 2024
I packed all wrong for this trip! pic.twitter.com/r6bPYJL5Cr
Reiss er einnig þekktur fyrir að hafa skapað teiknimyndaseríuna The Critic auk þess sem hann skrifaði handritin kvikmyndirnar Ice Age: Dawn of the Dinosaurs, The Simpsons Movie og My Life in Ruins.
Hér að neðan má sjá Reiss ræða sinn uppáhalds Simpsons þátt.