„Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 19:53 Guðni var svekktur með tapið en sagði sitt lið á góðri siglingu. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að játa sig sigraðan þegar FH mætti Þór/KA í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum. Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum.
Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira