EM karla í knattspyrnu hefst á föstudag en því miður fylgir því ekki eingöngu einskær gleði. Búist er við að 500 manna serbneskur hópur ætli sér að mæta á fyrsta leik Serbíu á EM og vera til vandræða. Andstæðingurinn er England en enskir eiga sér langa og blóðuga sögu þegar kemur að fótboltabullum.
Í viðtali við The Guardian segir Pete Both, yfirlögreglustjóri í Gelsenkirchen, að markmiðið sé að koma í veg fyrir að hópurinn frá Serbíu komist í snertingu við Englendingana.
Up to 500 Serbian hooligans expected to target England’s first Euro 2024 game https://t.co/t7A00HE8TJ
— Guardian news (@guardiannews) June 10, 2024
Það gæti þó reynst erfitt þar sem lögreglan viti ekki nákvæmlega hversu margir verði í hópnum né hvar hann ætli að láta til skarar skríða.Alls verða 1000 þýskir lögreglumenn til taks á leikdegi sem og deild óeirðarlögreglumanna.
Alls hafa 1600 enskar fótboltabullur verið neyddar til að gefa lögreglunni vegabréf sín á meðan móti stendur svo þeir láti ekki til leiðast og reyni að smygla sér á leiki Englands á EM.
Talið er að allt að 40 þúsund Englendingar verði í stúkunni á leiknum sem fram fer á heimavelli Schalke 04. Þá er búist við að fimm til átta þúsund Serbar verði á leiknum.