Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 11:22 Meint árás er sögð hafa verið framin við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur
Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent