Frederiksen víkur fyrir Bird Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 12:08 Barinn Frederiksen á horni Naustanna og Tryggvagötu víkur fyrir barnum Bird eftir tíu ára rekstur. Vísir/Samsett Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri. Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira