Enok sakfelldur Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 12:22 Önnur árásin sem Enok er dæmdur fyrir átti sér stað á Lebowski bar. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira