Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 21:00 Sigurður Pétur Snorrason er eigandi Reykjavík Brewery. Vísir/Einar Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar
Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira