„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. júní 2024 20:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira