„Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:45 Eva Dögg er nýr þingmaður Vinstri grænna og hélt ræðu á eldhúsdagsumræðum í kvöld. Eva Dögg Davíðsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði í ræðu sinn í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld mikilvægt að verja vinstrið og koma í veg fyrir skautun. Hún ræddi tímann og mikilvægi ákvarðana sem teknar eru í nútíð fyrir framtíð. „Sonur minn er sjö mánaða. Hann var bara fimm mánaða þegar ég, nokkuð óvænt, kom inn á þing. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur hér á göngum þingsins og í hliðarsölum. Ábyrgð okkar hér í þessum sal er mikil og hún verður áþreifanlegri þegar ég hugsa um ábyrgð mína, ábyrgð okkar til að búa vel um hnútana fyrir kynslóð sonar míns,“ sagði Eva Dögg. Hún sagði frasann um að vika væri langur tími í pólitík réttan og að tíminn frá því hún kom á þing fyrir tveimur mánuðum, óvænt, hefði liðið hratt. Eva Dögg tók við sæti Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði af sér þingsetu. Eva Dögg ræddi loftslagsmálin og mannréttindi í ræðu sinni. Verði að verja innviði „Loftslagsmálin hafa sett spor sín á síðustu tíu ár og það er nokkuð ljóst að næstu 10 ár verða afgerandi, enda tíminn til aðgerða af skornum skammti. Mikilvægi sterkrar og vel uppbyggðrar löggjafar og áætlana sem fylgja eftir settum loftslagsmarkmiðum er augljóst og það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Eva og að það mætti ekki missa sjónar á markmiðunum. Hún sagði stóru verkefnin að verja og styrkja innviðina og velferðarkerfið. „Sonur minn tíðræddi er Íslendingur og Þjóðverji. Í hinu heimalandi hans er ógnvænleg hægrisveifla í gangi, eins og raunar víðar á Vesturlöndum. Öfgahægri flokkar sækja í sig veðrið, og vinstrið á víða undir högg að sækja. Líka hér á landi. Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður. Það er hlutverk okkar að standa vörð um vinstrið, og á sama tíma sporna gegn skautun. Það er erindi mitt og minna flokkssystkina á þessum vettvangi. Erindi sem ég tel mikilvægt til þess skapa þá framtíð sem sonur minn og hans kynslóð eiga skilið.“ Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22 Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02 Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Sonur minn er sjö mánaða. Hann var bara fimm mánaða þegar ég, nokkuð óvænt, kom inn á þing. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur hér á göngum þingsins og í hliðarsölum. Ábyrgð okkar hér í þessum sal er mikil og hún verður áþreifanlegri þegar ég hugsa um ábyrgð mína, ábyrgð okkar til að búa vel um hnútana fyrir kynslóð sonar míns,“ sagði Eva Dögg. Hún sagði frasann um að vika væri langur tími í pólitík réttan og að tíminn frá því hún kom á þing fyrir tveimur mánuðum, óvænt, hefði liðið hratt. Eva Dögg tók við sæti Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði af sér þingsetu. Eva Dögg ræddi loftslagsmálin og mannréttindi í ræðu sinni. Verði að verja innviði „Loftslagsmálin hafa sett spor sín á síðustu tíu ár og það er nokkuð ljóst að næstu 10 ár verða afgerandi, enda tíminn til aðgerða af skornum skammti. Mikilvægi sterkrar og vel uppbyggðrar löggjafar og áætlana sem fylgja eftir settum loftslagsmarkmiðum er augljóst og það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Eva og að það mætti ekki missa sjónar á markmiðunum. Hún sagði stóru verkefnin að verja og styrkja innviðina og velferðarkerfið. „Sonur minn tíðræddi er Íslendingur og Þjóðverji. Í hinu heimalandi hans er ógnvænleg hægrisveifla í gangi, eins og raunar víðar á Vesturlöndum. Öfgahægri flokkar sækja í sig veðrið, og vinstrið á víða undir högg að sækja. Líka hér á landi. Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður. Það er hlutverk okkar að standa vörð um vinstrið, og á sama tíma sporna gegn skautun. Það er erindi mitt og minna flokkssystkina á þessum vettvangi. Erindi sem ég tel mikilvægt til þess skapa þá framtíð sem sonur minn og hans kynslóð eiga skilið.“
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22 Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02 Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22
Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59