Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 12. júní 2024 22:22 Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðbrögð lögreglu hafa komið sér á óvart. Aðsend Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira